Dýragarðurinn útá Spáni

Þegar ég var í heimsókn hjá Sóleyju litlu syss útá Spáni fórum við í dýragarðinn Rio Safari Elche í Santa Pola (mjög jólalegt heiti á stað þegar ég hugsa út í það). Þegar við vorum rétt nýkomnar inn fyrir hliðið og ég var enn að setja kvittunina í vasan kom ung kona að okkur með risastóran gulan snák (Albino Burmese Python). Hann var ótrúlega fallegur á litinn en mér brá rosaleg. Ég bjóst ekki við þessu. Þetta kom svosem ekki á óvart þegar ég hugsa um þetta svona eftirá en halló, þetta var nýtt fyrir mér. Spennandi í bland við ógnandi. Snákurinn var annað hvort illa lyfjaður eða bara mjög góð persóna sem elskar að vera í lítilli körfu allan daginn á milli þess sem hann er tekinn upp og látinn utan um ókunnugt fólk svo það geti fengið mynd af sér, til að setja á samfélagsmiðlana. Ég er auðvitað löngu búin að deila myndinni af okkur Sóleyju með snapchat félögum mínum.

snapchat-149177974087453296.jpg

Þessu fylgir blendnar tifinningar. Við Sóley pældum mikið í því hvort dýrunum liði í alvörunni vel þarna eða hvort þau voru bara, ég veit ekki. Nei, þetta er … ég hef ekkert orð fyrir þetta en það er að valda mér smá hugarangri því ég vil að dýrunum líði vel en ég vil líka fara með Kormák til útlanda, einmitt til þess að kíkja í dýragarða. Ef ég mundi leggjast í rannsóknarvinnu þessu tengt og komast að því að dýrum líður almennt ekki vel í dýragörðum þá mundi ég fræða Kormák um þá staðreynd og í rauninni neita honum um góðar æskuminningar í dýragörðum í útlöndum með mömmunni sinni. Ég kýs ekki æskuminningar fyrir son minn yfir velferð dýra. En í rannsóknarvinnunni mundi ég vonandi finna dýragarð sem hugsar fyrst og fremst um hagsmuni dýranna, en ekki um til dæmis fermetraverð og annað slíkt.

Allavega…IMG_0201

Ég veit að ég get ekki breytt heiminum, ég get ekki stoppað barnaklám eða þrælkun eða
misnotkun eða morð eða glæpi. Ég get ekki bjargað heiminum en ég get samt verið fyrirmynd. Ég get reynt að breyta rétt sjálf, án þess þó að reyna að fá aðra til að gera það sem ÉG tel vera rétt. Kormákur er meira að segja kominn á þann aldur að hann hefur oft sterkari skoðanir en ég. Aðallega hvað varðar föt en hann er samviskusamur og með gott hjarta. Hann er með sterka réttlætiskennd. Kannski er það bara aldurinn, kannski er hann bara fullkominn… Það má svosem deila um það…. En samt ekki, hann er fullkominn.

Jæja! Í dýragarðinum sáum við Sóley krókódíla, sem láu eins og klessur í sólinni. Ekki mikið aksjon á þeim en einn færði augasteininn í áttina til okkar, krókódíllinn leit á okkur án þess að hreyfa sig. #TrueStory

DSC00096

DSC00069

Eðlur, slöngur, litlar skjaldbökur og litlir krókódílar voru í manngerðum helli. Þar inni var slæmt samband svo það var erfitt að senda snapchat af þeim dýrum, sem var mjög gott því það minnti mig á það að ÉG var að skoða dýragarðinn. Fyrir MIG. Ekki snapchat vini mína. Þá tók ég upp litlu Sony vélina mína, hún er eins og GoPro nema bara frá Sony, hún var töluvert ódýrari en GoPro og ég hafði lesið review um báðar týpurnar og leist sem betur fer betur á Sony. Ég vildi kvikmynda dýrin og taka myndir, bæði fyrir mig til að rifja þetta upp og til að sýna Kormáki þegar ég kæmi heim. Ég hugsaði mjög mikið til hans þarna. Ég hlakka rosalega mikið til að fara með honum til útlanda. Held að það verði alveg ótrúlega skemmtilegt.

Snapchat-7196812751431071484_2005Við sáum lítil svört svín og geitur. Þau voru svosem sæt en ekkert spennandi, þannig séð. Við höfum alveg svín og geitur á Íslandi. Sóley hins vegar fékk næstum hjartastopp yfir sætleika þeirra og svo þegar hún sá litlu póníhestana þá leið næstum yfir hana. Ég hafði meira gaman af því að fylgjast með henni horfa á þessi dýr.

Af einhverjum ástæðum var ég einstaklega spennt fyrir því að sjá ljónin, þegar ég var búin að sjá gíraffa. Eru tvö eff í gíraffi? Mér finnst það.

20160421_122454_7429

Við vorum búnar að labba mikið og sjá mörg dýr áður en við loksins sáum ljónin og hlébarðana. Við sáum ekki tígrisdýr og ekki kengúrur. Við sáum sebrahesta. Þeir voru alveg eins og í Madagascar myndinni nema þessir töluðu ekki mikið og voru ekki með neinum ljónum. Þunglyndur flóðhestur flaut í vatni á svæðinu hliðiná gíraffa og sebrahesta og strútasvæðinu.

20160421_122722_2990

Kannski horfi ég of mikið á teiknimyndir og bara kvikmyndir almennt því mér fannst ekkert tiltökumál að sjá strúta. Hvað er málið með það? Kannski voru þeir of langt í burtu, kannski var ég að flýta mér því við höfðum ekki allan daginn. Kannski mun ég njóta þeirra meira þegar ég sé þá með Kormáki. Kannski, kannski. Dvölin í dýragarðinum var samt alveg frábær og ég finn ekkert fyrir því að ég hefði viljað vera lengur.

2016-04-28 14.36.04

Úlfaldarnir voru bara með einn hnúa á bakinu, þeir voru sem sagt ekki ætlaðir til samgöngu. Það eru kameldýrin sem eru með tvo knúa en úlfaldarnir eru bara með einn. Mér finnst Lama dýr ekkert ósvipað úlfalda í útliti. Ég manaði Sóleyju til að kissa lamadýr sem við sáum og hún var soldið hikandi en samt alveg semi til í það. EN lamadýrið var ekki alveg nógu spennt fyrir því.

2016-04-28 14.32.16

Fuglarnir voru í frekar litlum búrum, eða mér fannst það. Kannski voru búrin ekkert of lítil. Fuglarnir gerðu ekkert, þeir sátu bara á prikinu sínu og horfðu á okkur. Einn fuglinn flautaði á okkur. Nema þegar við veittum honum athygli eftir flautið, þá dró hann sig í hlé. Litlu aparnir voru líka í litlum búrum. Held ég. 

Snapchat-2682614384283182639_1997

EN, öll dýrin voru falleg og yndisleg, eða þannig. Þetta var ánægjuleg ferð og ég mæli með þessum dýragarði fyrir alla, og sérstaklega þá sem hafa bara reynslu af íslenska húsdýragarðinum okkar. Já, ég væri til í að stunda dýragarða.

Snapchat-3116718676009041228_4986

Published by svavs

positive, inspired, happy,

%d bloggers like this: