Þú ert æði…

Undanfarna daga og vikur hafa alls konar tilfinningar barið að dyrum hjá mér. Flestar opna dyrnar alveg sjálfar og bjóða sig sjálfar velkomnar og láta svo eins og heima hjá sér. Bölvaðar.

Frú Stress kom og setti allt á annan endan, meira að segja mig. Ég fór bókstaflega á hlið. Uppí rúmi. Undir sæng. Fyrir framan Netflix.

1358 kílómetrar á þrem og hálfum sólahring er ekkert lítið. Sem betur fer er þetta ekki göngukeppni.

Ég lá uppí rúmi, með Herra Móral og Frú Stress sínhvorumegin við mig. Þau rifust svo mikið að ég fékk suð í eyrun. Ýmislegt sem þau sögðu minnti mig á ýmislegt sem ég hafði lesið og sumt sem mér hafði verið sagt, eða sem ég hafði heyrt vera sagt. Ég fór að hugsa um uppgjöf, hvað það væri nú miklu auðveldara, ódýrara og tæki minni tíma. Það tæki í rauninni bara sekúndubrot en að hjóla hringinn í kringum landið og að undirbúa sig fyrir það tekur marga mánuði. Ég þarf engin sérstök föt fyrir uppgjöf, ég þarf ekkert sérstakt þol fyrir uppgjöf, enga hvatningu, enga þrjósku, engan áhuga, ekkert líf….

Ég þarf ekki uppgjöf. Ég þarf stundum bara svolitla hvatningu, eins og allir sem setja stefnuna á eitthvað ótrúlega fáránlegt. Að heyra og lesa um ófarir annarra er syndsamlega góð hvatning. Jú, viðurkenndu það, þér finnst það líka!

Byrjum á Abraham Lincoln

Bara að heyra nafnið hans hefur hvetjandi áhrif á mig og hér er hvers vegna:

Hann fæðist 12. febrúar 1809, sjö árum síðar er fjölskylda hans neydd til að yfirgefa heimili sitt, 1816. Hann byrjar að vinna til að styðja fjölskylduna fjárhagslega. Tvem árum síðar, 1818, deyr móðir hans út af eitraðri mjólk. Árið 1831 mistekst honum að stofna fyrirtæki og ári síðar síðar, 1832, tapar hann kostningum um að komast á löggjafarþing Illinois. Sama ár missir hann vinnuna. Ári seinna, 1833, fær hann peninga lánaða hjá vini sínum til að stofna fyrirtæki. Fyrirtækið fer á hausinn og Lincoln verður gjaldþrota. Næstu 17 ár hjá honum fara í að borga upp þær skuldir. Líður þér betur? Nei ekki mér heldur, en höldum áfram…

Árið 1935 lést unnusta hans og var hann þá nær yfirkominn af harmi. Ári seinna, 1836, fær hann taugaáfall og er rúmliggjandi í um sex mánuði. Næsta ár, 1837, gerir hann tilraun til að biðja um hönd annarrar stúlku en var hafnað. Árið 1838 sótti hann um að verða talsmaður löggjafarþings en tapaði. Hér er hann einu ári eldri en ég (þegar ég skrifa þetta) og búinn að ganga í gegnum ansi margt. Höldum aðeins áfram, þetta getur varla versnað…

1840 – sótti um að verða kjörmaður – tapaði.

1843 – Tapar kostningum til þings.

1846 – Kosinn á þing en eftir tvö ár verður hann að fara af þingi vegna reglna flokksins.

1848 – Bauð sig fram til endurkjörs á þing – tapaði.

1849 – Sótti um að verða landvörður í heimaríki sínu – hafnað!

1854 – Tapar kostningum um að verða öldungardeildarþingmaður.

1856 – Missir af því að verða útnefndur varaforseti.

1858 – Tapar aftur kostningum til þings.

1860 – Kosinn forseti Bandaríkjanna….. Orðinn 51s árs

1864 – Endurkjörinn forseti Bandaríkjanna………

1865 – Skotinn til bana 14. Apríl! (on a Good Friday)

Þessi maður var alveg hreint magnaður, barðist gegn þrældómi og leiddi Bandaríkin í gegnum mjög erfiða tíma, eða svo er sagt. Ég þekkti hann ekki sjálf.

I walk slowly but I never walk backwards

 

Diana Nyad er líklega sú kona sem ég lít hvað mest upp til. Ég ætla að vera eins og hún!

Hún fæddist 22. ágúst 1949 og árið 1975 aðeins 26 ára náði hún fyrst heimsathygli þegar hún synti í kringum Manhattan (45km) og svo fjórum árum síðar þegar hún synti frá Bahamas til Flórída (164km). Hún var samt ekkert að stoppa eftir þetta. Nei, nei! Hún gerði nokkrar tilraunir til að synda frá Kúbu til Flórída en það eru 180km og til að gera áhugavert enn áhugaverðara þá var hún ekki í neinu hákarlabúri. Hún var bara í sundbol, með sundhettu og sundgleraugu. Þvílíkur rugludallur. Ég elska hana! Það tók hana fimm tilraunir til að ná þessu markmiði og var hún orðin 64 ára þá þegar hún loksins náði því!Diana

Alber Einstein

Talaði ekki fyrr en hann var fjögurra ára og lærði ekki að lesa fyrr en hann var sjö ára. Kennarar lýstu honum sem: “Andlega hægum, ófélagslyndum og eilíft fjarlægum í heimskulegum draumum sínum.”

fish genious

Michael Jordan sagði:

“Ég hef brennt af meira en 9000 skotum á mínum ferli. Ég hef tapað næstum því 300 leikjum, 26 sinnum hefur mér verið treyst til að taka sigurskot leiks og hef klúðrað því. Ég hef fallið aftur og aftur og aftur í mínu lífi. Það er þess vegna sem ég næ árangri.”

Það má líka nefna það að hann var rekinn úr körfuboltaliði í grunnskóla þar sem hann “skorti hæfni”.

michael-jordan-obstacles-dont-have-to-stop-you-2ndskiesforex

Og hefuru heyrt um Jennifer Bricker?

Hún er fædd 1. október 1987 og hún fæddist fótalaus. Foreldrar hennar vildu hana ekki svo hún var ættleidd af yndislegu fólki sem bönnuðu henni að nota orðin “get ekki” hlið við hlið svo hún sagðist vilja æfa fimleika. Nú vinnur hún sem loftfimleikakona, af því að hún getur það. Hún lét fótleysið ekki stoppa sig.

Jennifer-Bricker

Einn í viðbót: Henry Ford

Henry Ford Corporation var þriðja fyrirtækið sem hann stofnaði. Hin tvö urðu gjaldþrota. Það er samt ekkert svo mikið tabú að missa tvö fyrirtæki, ef maður ber það saman við marga aðra sem misstu fjölskyldur sínar og vini og fleiri, fleiri fyrirtæki og tækifæri, en samt! Ef hann hefði verið eins og svo margir að gefast upp eftir tvö gjaldþrot, þá hefði hann aldrei vitað hversu miklum árangri hann hefði getað náð, sem hann náði. Sumir þurfa bara tvö gjaldþrot, aðrir þurfa fleiri. 

Henry-Ford-Quotes-25-the-best-ones-AllQuotes.info-

Bara nokkrir í viðbót:

Steve Jobs, var rekinn frá Apple. Það finnst mér alltaf jafn fyndið.

JK Rowling; 12 útgefendur höfnuðu Harry Potter en hún lét það ekki stoppa sig. Carrier, fyrsta bók Stephen King var hafnað 30 sinnum.

Walt Disney, var rekinn af dagblaði þar sem hann þótti ekki fá nægilega margar góðar hugmyndir. Walt Disney varð gjaldþrota nokkrum sinnum áður en hann byggði Disneyland.

Thomas Edison, kennari hans sagði honum að hann væri “of heimskur til að læra nokkuð”. Sagt er að hann hafi gert 1000 misheppnaðar tilraunir til að búa til ljósaperuna áður en hann náði því loksins í tilraun 1001.

Babe Ruth, sló 1.330 vindhögg en hann náði einnig 714 heimahlaupum.

Steven Spielberg. Maðurinn sem færði okkur kvikmyndirnar Shindler’s List, Jaws, E.T. og Jurassic Park komst ekki inní kvikmyndaskóla. Menntun getur verið ofmetin.

Opra Winfrey. Fyrsti yfirmaður hennar sagði henni að hún væri of tilfinningarík fyrir sjónvarp!

Van Gogh málaði yfir 900 málverk en seldi bara eitt þeirra á meðan hann lifði. Þetta segir okkur að við eigum aldrei að hætta að gera það sem okkur finnst gefa lífinu okkar gildi. Aldrei að vita nema draslið þitt nýtist eftirlifendum þínum. Ekki vera eigingjarn og gráðugur.

Þetta hefur mjög mikið með sjálfstraust að gera. Ef þú trúir ekki á sjálfa/n þig, af hverju ætti einhver annar þá að gera það? 

Þeir sem fylgja sannfæringu sinni þrátt fyrir gagnrýni alheimsins eru líklegir til að vera með gott sjálfstraust eða eru bara óþolandi þrjóskir. If it’s important to you, you’ll find a way! If not you’ll find an excuse” er uppáhalds setningin mín fyrir cyclothonið og “viltu þetta (getur verið ís eða nammi eða að sleppa æfingu) eða cyclothonið?”. Þetta er þriðja árið í röð sem ég skrái mig í þessa keppni, þriðja sinn! Í hin tvö skiptin æfði ég ekki nóg. Reyndar velti ég bíl í hittifyrra og fékk krónískan svima í nokkra mánuði en ég lét það stoppa mig, ég fann ekki leið í kringum það. Ég leitaði ekki einu sinni. Þýðir það að ég hafi ekki haft nógu mikinn áhuga á því að fara í cyclothonið? Ekkert endilega. Líklega var ég ekki með nógu mikla trú á sjálfri mér. Mig langaði rosalega mikið til að taka þátt en innst inni vissi ég að ég gæti það ekki.

Svo, hvað hefur breyst síðan í fyrra og hittifyrra? Af hverju er ég ekki enn búin að hætta við?

Ég tók ákvörðun um að hætta ekki við. Ég gat ekki hugsað mér að vera stelpan sem tollir ekki í neinni vinnu, ekki í neinu námi, ekki í neinu sambandi, íþrótt, vinahóp… og stelpan sem skáir sig alltaf í cyclothonið en hættir alltaf við! Þetta var of mikið fyrir mig. Ég vissi alveg að ég væri ekki eins glötuð og ég leit út fyrir að vera, eins glötuð og ég hagaði mér. Ég vissi að ég mundi einn daginn ná einhverju, ná að gera eitthvað merkilegt og losna þá við stimpilinn stelpan sem kláraði aldrei neitt. Einn daginn…. En hvenær ætlaði þessi dagur eiginlega að koma?

waiting

Hann ætlaði aldrei að koma. Hann var að bíða eftir mér og nú er ég búin að ná í hann. Við erum búin að spjalla mikið og lengi saman. Við erum bestu vinir. Hann kynnti mig fyrir Fröken Sjálfstraust, sem ég hélt alltaf að væri besta vinkona mín, alveg í mörg ár en svo þegar ég loksins kynntist henni þá áttaði ég mig á því að Prófessor RosaFeiminn þóttist stundum vera Fröken Sjálfstraust. Prófessor RosaFeiminn er leikari.

Nú þegar Prófessor RosaFeiminn og Fröken Sjálfstraust hafa kynnst fara þau stundum saman í alls konar búninga, sér til skemmtunar. Mér til ama en ég læri alltaf betur og betur að meta það með hverjum degi sem líður. Þau eru ótrúlega miklir prakkarar þegar þau snúa bökum saman. Það nær engri átt.

like me

Það sem ég geri til að auka og viðhalda sjálfstraustinu.

Ég hlusta á tónlist og ég dansa. Alltaf þegar ég ryksuga. Stundum í bílnum og stundum á hjólinu. Önnur ástæða fyrir því að ég dansa á hjólinu er til að losa um stífleika í olnbogunum. Ég á það til að stífna upp og leggja of mikinn þunga, þ.e minn þunga, á stírið, eða öllu heldur á olnbogana. Það er bara ekki sniðugt. Auk þess liðkar það uppá bakið að dilla sér smá á hnakknum en ekki of mikið. Það er ágætt að sitja bara rétt á hnakknum. 

Ég hlusta á uppistönd á Spotify. Þá hlæ ég eins og brjálæðingur, eða bara eins og manneskja sem heyrði eitthvað fyndið. Geri töluvert af því þegar ég er úti að hjóla, svo hlæ ég framan í alla sem ég hjóla framhjá. 

Ég er ég sjálf og segi við sjálfa mig að ég sé ekkert skrítin, það séu allir aðrir sem séu skrítnir. Nú er ég farin að trúa því…

Ég tek áhættur, ég prófa nýja hluti, fer út fyrir þægindarammann, ekki of mikið, nei nei nei, en eitthvað. Eitt skref í einu, á mínum hraða. Ég reyni að vera þakklátari en vandlátari. Tala Screen Shot 2016-06-02 at 17.50.59bara um ófarir mínar og sjálfsvorkun við systur mína og nokkra útvalda, helst. Annars vil ég tala lítið sem ekkert um það, reyni bara að vera jákvæð. Fyrirlestur á youtube benti mér á að spurja út í líf hins aðilans sem er í samtalinu svo ég tali ekki bara um eigið ágæti. Þó ég sé alveg ótrúlega áhugaverð og lifi alveg sjúklega innihaldsríku og spennandi lífi þá er alveg tinderlygilegt hvað margir aðrir eru líka fáránlega skemmtilegir og lifa frábæru og áhugaverðu lífi. Jú það er satt, ég lýg ekki… Hefuru prófað Tinder?! Þú ættir að kíkja á það. ÞAR eru sko áhugaverðir einstaklingar, með áhugaverðar myndir og misáhugaverðar persónulýsingar.

 

Og nú að ALLT ÖÐRU; Að vera heiðarlegur við sjálfan sig um sjálfan sig er lykilatriði. Þú þarft ekkert endilega að vera eins heiðarlegur við aðra um sjálfan þig en hvern ertu að gabba með því að vera óheiðarlegur við sjálfan þig? Jú þig og í rauninni alla í kringum þig. Það er eitt að vera óheiðarlegur við fólkið í kringum þig en allt annað að vera óheiðarlegur við sjálfan sig. Það er aldrei gott.
Hættu að nota setningar eins og “ég klúðra alltaf öllu” jafnvel þó þú klúðrir öllu. Ekki einu sinni segja þessa setningu hlægjandi. Bara ekki segja svona setningar. Aldrei!!. Þær gera ekki neitt fyrir neinn. Ekki spurja “af hverju geri ég þetta alltaf svona?” og allra síst ef þú endar spurninguna með því að andvarpa. Slepptu þessu bara. Seigðu frekar við sjálfa/n þig “ég er að gera þetta svona vegna þess að… en næst ætla ég að gera þetta svona” og svo geriru það þannig, eða ekki. Á endanum nærðu að gera þetta, sem þú ætlaðir að gera, eins og þú ætlaðir að gera það eða lærir að meta þetta sem þú gerir eins og þú gerir það.

Take it or leave it. Þú ræður. Þetta er þitt líf. Þó þú stjórnir ekki ÖLLU, þá hefuru hæfileikan til að bregðast við.

Bla bla bla…selfhelp

Vertu bara þú sjálf/ur. Þú ert æði. Alveg eins og ég. Ég er æði. Ég spurði mig einu sinni “hvað þarf ég að gera til að mér fari að líða betur?” og ég fékk alveg helling af svörum. Ég fékk svo mörg svör að ég ákvað að skrifa þau öll niður á litla pappírsbúta, braut svo pappírsbútana saman og setti í skál. Næst dró ég einn miða og gerði það sem stóð á miðanum. Ég hefði ekki getað gert allt á sama deginum og það var alveg nóg að gera bara einn hlut. Fara út að skokka og mér leið betur en ef ég hefði ekki skokkað. Taka til heima hjá mér næsta dag og mér leið betur en ef ég hefði ekki tekið til því ég fór líka út að skokka þann daginn. Næsta dag fór ég í þriðja sinn út að skokka, það var hreint heima hjá mér og miðinn þann daginn sagði fáðu þér ís. Tilviljun? Nei, uppspuni… því ég man ekki hvaða miða ég fékk og ég man ekki hvaða svör ég skrifaði á miðana en þessi aðferð virkaði. Ef þú veist ekki á hverju þú ættir að byrja til að láta þér líða betur þá skiptir ekki máli á hverju þú byrjar. Það skiptir bara máli að þú byrjir. Þegar þú gefst upp og hættir að vera dugleg/ur þá byrjaru bara aftur þegar þú finnur það hjá þér að þig langi til að byrja aftur. Ef þú nennir ekki að byrja alltaf aftur og aftur og aftur þá bara sleppiru því að hætta eða hættir að gera svona miklar kröfur til þín. Þú ert æði! Hvað á ég að segja það oft?? Ég meina það! Hvað er svona slæmt við það að byrja bara aftur? Æhj já, jójó dæetið… Dæet eða megrun er aldrei af hinu góða. Finndu hreifingu sem gefur þér eitthvað, sem gleður þig. Göngutúr, skokk, skíði, sund, hjólreiðar (mæli með því), tennis, að planka yfir fréttunum. Gúglaðu hvað sem þér dettur í hug. Að labba Esjuna. Það eru til milljón trilljón silljón leiðir til að hreyfa sig. Seldu bílinn og notaðu strætó, það tryggir þér skokk nokkrum sinnum í viku, jafnvel nokkrum sinnum á dag. Stundum ákveð ég að labba á áfangastað frekar en að taka strætó. Af því bara!

Ég er enginn meistari í neinu. Ég er ekki einu sinni búin með cyclothonið en ég er á góðum stað í dag. Það þýðir samt ekki að ég verði ennþá á góðum stað á morgun eða eftir tvo mánuði. Ég er löngu búin að sætta mig við það að lífið hjá mér er upp og niður. Stundum líður mér ömurlega og stundum hef ég ekki einu sinni ástæðu til að leifa mér að líða illa en ég leifi mér það samt. Stundum líður mér æðislega en oftast líður mér bara nokkuð vel. Oftar líður mér þó lala og það kemur fyrir að mér líði svo vel að ég næstum öskra. Ég hef ekki bókhald yfir það hvernig mér líður og hversu oft mér líður svona eða hinsegin. Mín regla er bara að vera ég sjálf, það er auðveldast þegar maður kemst uppá lagið með það. Markmið mitt er að finna lausnir á hlutum frekar en afsakanir. Sumt verður þó að afsaka. Það er ekki hægt að gera allt og því þarf að vega og meta. Hvað vil ég? Er það praktískt? Hvað ætli mamma segi? Hvað ætli fólk segi? Hvað ætli ÉG segi? Hvar verð ég eftir 5 ár ef ég tek þessa ákvörðun núna? Hvar verð ég ef ég tek ekki þessa ákvörðun? Hvað fæ ég út úr þessu og hverju er ég mögulega að fórna? Þarf ég virkilega að svara öllum þessum spurningum?moood

Ég er enn að mótast. Ég finn það alveg. Eftir fimm ár þegar ég les yfir þennan texta mun ég örugglega hlægja. En kannski ekki. Þessi texti er að koma beint frá hjartanu mínu og að skrifa hann, koma þessu frá mér núna er að hjálpa mér alveg gríðarlega og hver veit hvort þessi texti hjálpi einhverjum öðrum líka.

Kosturinn við það að hafa óvinsælar skoðanir sem geðjast öðrum bara alls ekki neitt er vitneskjan um að þú sért nógu sterk/ur til að standa með eigin sannfæringu, það er sjálfstraust. Það er ótrúlega góð tilfinning. Það fer eftir fólkinu sem maður umgengst hvort maður geti haldið uppi sinni eigin sannfæringu. Stundum þegi ég bara frekar en að standa með sjálfri mér en svo innan um annað fólk get ég verið algerlega ég sjálf, hvort sem ég verð dæmd eða ekki. Sumir dæma, aðrir ekki. Það er alger óþarfi að rífa sig niður þó maður geti ekki staðið með sannfæringu sinni alltaf. Sumt fólk er bara náttúrulega ógnandi í framkomu og þá er málshátturinn sá vægir sem vitið hefur meira alveg kjörin uppbót við því að geta ekki staðið með sjálfum sér og skoðunum sínum. wind
Þegar er brjálað rok, þá þýðir ekkert að segja “NEI! Ég ætla í göngutúr því þannig líður mér núna!”. Nei, þá ferðu bara í göngutúr á morgun og gerir í dag það sem þú hefðir annars gert á morgun, það er að segja, ef það er hægt. Kosturinn við að hafa vinsælar skoðanir sem eru í samræmi við skoðanir annarra eru að þá upplifir maður sig sem hlut í mengi. Það er líka góð tilfinning. Það er allt gott, eða þannig. Þetta snýst örugglega 99% um viðhorf og 1% um allt sem maður ræður í alvörunni ekki við sjálfur, eins og náttúruhamfarir og óvænt slys eða dauðsföll og svo framvegis.

Til að gera frekar langa sögu stutta; þetta er ekki einfalt, þetta er ekki auðvelt, þetta er ekki einu sinni alltaf skemmtilegt en þetta er alltaf þess virði; að vera maður sjálfur.  

against-the-wind

Published by svavs

positive, inspired, happy,

%d bloggers like this: