Af hverju er ég að þessu?

Dagana 15.-17. júní 2016 mun fara fram WOW Cyclothon. Keppni þar sem lið eða einstaklingar hjóla hringinn í kringum landið á fáránlega stuttum tíma. Liðaliðin fá 72 klukkustundir en einstaklingsliðin fá 84 klukkustundir. Helsti munurinn á því að vera í liði og að fara þetta ‘sóló’, er að lið þurfa að gefa allt í allan tíman en ‘sóló’ keppendur þurfa bara að ekki gefast upp!

wowísland

Continue reading “Af hverju er ég að þessu?”

Dýragarðurinn útá Spáni

Þegar ég var í heimsókn hjá Sóleyju litlu syss útá Spáni fórum við í dýragarðinn Rio Safari Elche í Santa Pola (mjög jólalegt heiti á stað þegar ég hugsa út í það). Þegar við vorum rétt nýkomnar inn fyrir hliðið og ég var enn að setja kvittunina í vasan kom ung kona að okkur með risastóran gulan snák (Albino Burmese Python). Hann var ótrúlega fallegur á litinn en mér brá rosaleg. Ég bjóst ekki við þessu. Þetta kom svosem ekki á óvart þegar ég hugsa um þetta svona eftirá en halló, þetta var nýtt fyrir mér. Spennandi í bland við ógnandi. Snákurinn var annað hvort illa lyfjaður eða bara mjög góð persóna sem elskar að vera í lítilli körfu allan daginn á milli þess sem hann er tekinn upp og látinn utan um ókunnugt fólk svo það geti fengið mynd af sér, til að setja á samfélagsmiðlana. Ég er auðvitað löngu búin að deila myndinni af okkur Sóleyju með snapchat félögum mínum. Continue reading “Dýragarðurinn útá Spáni”