Af hverju er ég að þessu?

Dagana 15.-17. júní 2016 mun fara fram WOW Cyclothon. Keppni þar sem lið eða einstaklingar hjóla hringinn í kringum landið á fáránlega stuttum tíma. Liðaliðin fá 72 klukkustundir en einstaklingsliðin fá 84 klukkustundir. Helsti munurinn á því að vera í liði og að fara þetta ‘sóló’, er að lið þurfa að gefa allt í allan tíman en ‘sóló’ keppendur þurfa bara að ekki gefast upp!

wowísland

Continue reading “Af hverju er ég að þessu?”

Dýragarðurinn útá Spáni

Þegar ég var í heimsókn hjá Sóleyju litlu syss útá Spáni fórum við í dýragarðinn Rio Safari Elche í Santa Pola (mjög jólalegt heiti á stað þegar ég hugsa út í það). Þegar við vorum rétt nýkomnar inn fyrir hliðið og ég var enn að setja kvittunina í vasan kom ung kona að okkur með risastóran gulan snák (Albino Burmese Python). Hann var ótrúlega fallegur á litinn en mér brá rosaleg. Ég bjóst ekki við þessu. Þetta kom svosem ekki á óvart þegar ég hugsa um þetta svona eftirá en halló, þetta var nýtt fyrir mér. Spennandi í bland við ógnandi. Snákurinn var annað hvort illa lyfjaður eða bara mjög góð persóna sem elskar að vera í lítilli körfu allan daginn á milli þess sem hann er tekinn upp og látinn utan um ókunnugt fólk svo það geti fengið mynd af sér, til að setja á samfélagsmiðlana. Ég er auðvitað löngu búin að deila myndinni af okkur Sóleyju með snapchat félögum mínum. Continue reading “Dýragarðurinn útá Spáni”

28 ára

Föstudagur
Um helgina átti ég afmæli og í tilefni af því langaði mig að gera það sem mér finnst skemmtilegast, nefnilega að ferðast og skoða nýja hluti, prófa nýja hluti, smakka nýja hluti og sjá nýja hluti. Ég heyri oft nýja hluti frá Kormáki, svo það er lúxus sem ég fæ hvar sem er.

Við lögðum af stað úr bænum á föstudaginn, eftir góðar fjörtíumínútur hjá föðurömmu minni og afa. Þar var föðursystir mín með sonarson sinn í heimsókn. Við hlógum mikið og ég náði að tengjast þessum litla frænda mínum enn betur en seinast þegar ég hitti þau. Alveg ferlega fallegur lítill snúður og þvílíkur sólargeisli þegar hann brosir. Næstum eins fallegur og hann Kormákur minn hehehe.

Við í Raufarhólshelli2

Continue reading “28 ára”