Hver er Svavs?

Það er góð spurning. Oft hef ég spurt mig að því og komist að ýmsu en engum endanlegum niðurstöðum. Ég er ekki alveg viss hvernig ég eigi að skilgreina sjálfa mig. Eru það áhugamálin sem skilgreina mig? Menntavegurinn? Vinir mínir? Fjölskyldan?

Þessa dagana stunda ég nám í kvikmyndafræði og ritlist við Háskóla Íslands. Þar fæ ég tækifæri til að skrifa úr mér allan vind, lesa smásögur eftir samnemendur mína og segja hvað mér finnst með það markmið að læra af “mistökum” annarra. Í frítíma mínum skrifa ég mikið og sekk mér í rannsóknarvinnu því tengdu. Annað slagið eyði ég tíma með syni mínum sem er fáránlega skemmtilegur! Á kvöldin rétt fyrir svefn les ég teiknimyndasögur uppí rúmi. 

20150727_223840_001