Að byrja daginn

Að byrja daginn er líklega eitt það erfiðasta sem hægt er að gera. Það er ekki hægt. Dagurinn byrjar yfirleitt án mín. Þegar ég fer að sofa án þess að vera búin að undirbúa næsta dag þá sef ég yfir mig. Það er alltaf þannig. Alltaf. Svo ég undirbý mig alltaf núorðið. Jafnvel þó það muni bitna á svefninum.

En það er ekki allt. Í morgun fór ég með strákinn í skólann og fór svo heim, gerði ekkert í klukkutíma, einn og hálfann. Skilaði svo bílnum hennar mömmu (hann er á sumardekkjum og það er hálka úti) og hélt áfram að gera ekkert til hádegis. Ekkert. Ég er á lyfjum við því en samt geri ég ekkert.

Það er svo margt sem ég hefði gott af því að gera eins og að fara út að hjóla. Það var plan dagsins, að hjóla sextíuogfjóra kílómetra en ullarsokkarnir mínir eru skítugir.

Fokk! Sjitt! Ég átti aðra ullarsokka! Þeir eru heima! Ég fór að sofa í gærkvöldi með þessa hugsun “ég þarf að kaupa mér nýja sokka á morgun því sokkarnir mínir eru skítugir” og í morgun pældi ég mikið í þessu, hvenær ég mundi fara að kaupa sokkana, hvar ég mundi kaupa þá. Auðvitað á ég aðra sokka!

Ég á ekki orð.

%d bloggers like this: