Fréttatilkynning

Risastór seríos hringur sást rúlla niður götu Lundúna laust fyrir hádegi í dag. Örtröð myndaðist vegna hávaða og óvissu. Allt tiltækt björgunarsveitarfólk var kallað á staðinn til aðstoðar við lögreglu svo ekki færi allt úr böndunum. Sérfræðingar telja að hringurinn hafi verið um fjórir metrar að þvermáli og hálft tonn að þyngd. Nokkrar skemmdir urðu á malbikinu og þeim bílum sem lagðir voru við götuna. Engan sakaði en áætlað er að fjöldi fólks muni nýta sér áfallahjálp sem Rauði Kross Englands hefur boðið uppá í tengslum við atburðinn.
Enn er ekki vitað hvaðan hringurinn kom eða hvers vegna hann var eins stór og raun ber vitni. Nú flýtur hann í sjónum skammt við strendur Englands og hafa margar fuglategundir fengið sér bita.

%d bloggers like this: