Pissið

Þú vaknar. Strýkur stýrurnar úr augunum og dreifir þeim markvisst um allt andlitið, opnar svo stýrulaus augun og síðan munninn. Geisp!

Þú teygir þig í allar áttir en reynir samt að missa ekki stjórn á útlimunum ef ske kynni að það sé einhver annar en þú í rúminu, ef til vill einhver sem þú varst búin að gleyma að var þar. Það er kominn tími til að standa upp, svo þú gerir það. Til að ergja nágrannana ekki meira þennan morguninn, slekkuru loksins á vekjaraklukkunni, sem er hinum megin í herberginu. Það kemur alltaf annar dagur. Annar morgunn. Meiri pirringur.

Í lóðréttri stöðu, um það bil lóðréttri stöðu miðað við vökuástand hugans, fer þyngdarlögmálið í stríð við þig og þú þarft að hlaupa á klósettið. Reyndar, þegar þú hugsar um það þá var það ástæðan fyrir því að þú vaknaðir, þig var að dreyma klósettferð, þig dreymdi að þú værir alveg í spreng. Líklega var þar [pissulíffærið, nýrað, pissublaðran] á ferð, að taka völdin af næturvakt heilans þar sem hún nennir yfirleitt ekki að taka mark á óhljóðum frá vekjaranum. Næturvaktin fílar ekki vekjaraklukkur, hún er með mjút takka í stjórnborðinu hjá sér. Það er DIY viðbót sem einn næturvörðurinn setti saman eitt skiptið eftir annasama nótt. Þá hafði draumurinn breyst í marthröð mjög fljótlega með tilheyrandi vökum inná milli. Þessa nótt svafstu ekki mikið og næturvörðurinn hefur það hlutverk að undirbúa þig fyrir komandi dag. Þegar þú færð ekki nægan svefn þá ertu síður undirbúin fyrir verkefni dagsins. Á slíkum dögum tekuru eftir því að foreldrar þínir og jafnvel systkini eru hið vonlausasta fólk, algerir gallagripir. Sem er alveg út í hött ef maður hugsar um það, þetta eru einstaklingarnir í lífi þínu sem þú vilt ekki að séu með galla. Þetta er kjarninn þinn, félagslegi kjarninn þinn sem á að aðstoða þig með sjálfstraustið.

Ekkert sjálfstraust…

Nei, næturvaktin mátti ekki láta það gerast svo hann Abraham, næturvörðurinn, fann lausn á þessu heimsþekkta vandamáli, nefninlega mjút takkann.

Það má segja að hann hafi bjargað heiminum. Allavega gert hann að aðeins betri stað. Jú eða búið til önnur vandamál í staðin.

EN, það er ekki okkar vandamál. Nei, þú ert í spreng, mannstu? Pissulíffærið vakti þig og þú hleypur hálfsofandi inná bað, dregur niður um þig buxurnar og sest á klósettsetuna, sem er afar köld viðkomu því einhver hafði gleymt að loka baðherbergisglugganum kvöldið áður. Hrollur. Þú vaknar örlítið meira við þetta, en ekki mikið. Þú stendur upp, eftir að hafa skeint þig vel og vandlega. Sturtar niður, þværð þér um hendurnar með ísköldu vatni. Því þannig var kraninn stilltur og þú hafðir ekki hugmyndarflug í að snúa krananum til vinstri. Hendurnar eru blautar og kaldar. Ekkert handklæði. Djöfulsins, andskotans… Hvað á þetta eiginlega að þýða? Af hverju ég? Af hverju gerist þetta BARA fyrir mig?

Já, þessi dagur ætlar ekki að byrja vel. Þú notar blautu hendurnar til að væta andlitið og skola stýrurnar af því. Þú þurkar stýrunum í bolinn á leiðinni inní eldhús. Þú sest við eldhúsborðið og hugsar “hvað í helvítinu á ég að fá mér að borða?” og svarið kemur strax. Þú þarft aftur að pissa.

Blóðrásin er að komast á gott skrið, þrýstingurinn hækkar og nennið lækkar í samráði við það.

En þú VARST að koma af klósettinu, bara núna. Já, já en nei, þú þarft á klósettið, núna! Það er greinilegt að þú varst of þreytt til að klára pissið í fyrra skiptið svo þú verður bara að gjöra svo vel og fara aftur inná kalt baðherbergisgólfið, setjast aftur á köldu klósettsetuna og klára það sem þér var ætlað að gera þarna. En í þetta skiptið ætlaru ekki að þvo þér með köldu vatni. Ó nei, vökustuðullinn er búinn að rísa upp um þó nokkur þrep og ímyndunaraflið er að drekka morgunkaffið sitt í þessum töluðu, lesnu og skrifuðu orðum.

Þú sest á klósettið og þér til mikillar ánægju er klósettsetan ekki eins köld og í fyrra skiptið. Þú slakar á pissuvöðvunum og ferð með pissuíhugunina sem þú rakst á á netinu í fyrradag.

Uuuhhmmmmmmmmmm……. þú finnur hvernig líkaminn verður þyngri og þyngri. Þú slakar á í tánum, hælunum, ökklunum…. og svo framvegis og svo framvegis! Þar til þú lítur svo á að þú sért tilbúin að klára pissið. Þú pissar. Það kemur andskotann ekki neitt! Þetta er ósanngjarnt!

Þú nýtur þess að skola hendurnar uppúr volgu vatninu. Þú notar tímann og lítur í spegilinn. Þurrar varir, tungan reddar því. Sætt lítið nef, tíhí. Falleg augu. Enni. HÓLÍ SJITT!! Bad hair day all over the place! Viðvörunarbjöllur alls staðar úr skrokkun hringja, það kemur reikur úr eyrunum og það fyrsta sem þú athugar er hvort baðherbergis hurðin sé ekki örugglega læst, þó það séu engar líkur á því að nokkur manneskja geti mögulega gengið inná þig því þú ert ein í húsinu.

Þú slekkur á krananum, hendurnar blautar, en hlýjar. Æj já. Ekkert handklæði.

Þessi dagur ætlaði ekki að byrja vel.

Nammi í morgunmat. Þú átt það skilið. Eftir allt sem hafði gengið á fyrstu tólf mínúturnar sem af var þessum föstudagsmorgni.

%d bloggers like this: