28 ára

Föstudagur
Um helgina átti ég afmæli og í tilefni af því langaði mig að gera það sem mér finnst skemmtilegast, nefnilega að ferðast og skoða nýja hluti, prófa nýja hluti, smakka nýja hluti og sjá nýja hluti. Ég heyri oft nýja hluti frá Kormáki, svo það er lúxus sem ég fæ hvar sem er.

Við lögðum af stað úr bænum á föstudaginn, eftir góðar fjörtíumínútur hjá föðurömmu minni og afa. Þar var föðursystir mín með sonarson sinn í heimsókn. Við hlógum mikið og ég náði að tengjast þessum litla frænda mínum enn betur en seinast þegar ég hitti þau. Alveg ferlega fallegur lítill snúður og þvílíkur sólargeisli þegar hann brosir. Næstum eins fallegur og hann Kormákur minn hehehe.

Við í Raufarhólshelli2

Continue reading “28 ára”